Mögulega nýr tími í Bretlandi

mbl.is

Tímamunurinn milli Íslands og Bretlands gæti aukist um klukkustund verði tillögur um að færa Bretland yfir í sama tímasvæði og vestur og mið Evrópa er í að veruleika.

Talsmenn þess að flýta klukkunni um eina klukkustund í Bretlandi segja að það gefi Bretum bjartari síðdegi sem aftur geti haft jákvæð áhrif á breskan efnahag og mannlíf.

Andstæðingar breytinganna er helst að finna í norðurhluta Bretlands en bæði Skotar og Írar segja að sólarupprás myndi þá ekki verða fyrr en upp úr tíu yfir há skammdegið.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í Ástralíu að hann væri áhugasamur um að færa Bretland um eitt tímasvæði og þar með flýta klukkunni um eina klukkustund. Hann segir þó að þetta verði ekki að veruleika nema samhljómur verði um það á öllu Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert