Snjónum kyngir nú niður á austurströnd Bandaríkjanna og segja veðurfræðingar að búast megi við allt að 25 cm jafnföllnum snjó um miðnætti í kvöld. Þetta er afar óvenjulegt tíðarfar fyrir þennan tíma árs.
Snjókoman mun líklega halda áfram samkvæmt Veðurstofu Bandaríkjanna, sem hefur gefið út ferðaviðvörun vegna slæmrar færðar. Flugumferð hefur tafist til JFK og LaGuardia flugvalla í New York, meðal annars. New York er nú óðum að breytast í drifhvítt vetrarríki sem er er fjarri því lýsandi fyrir októbermánuð þar í borg. Á síðustu 135 árum hefur aðeins þrisvar gerst að snjó hafi fest daglangt í Central Park.
Í Pennsylvaniu, Maryland og Vestur-Virginíu er nú rafmagnslaust á heimilum um 10.000 manna. Viðlíka vetrarveður hefur ekki sést í október í Pennsylvaníu síðan 1972.