Evran dæmd til að falla

Alan Green­sp­an, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna, sagði í viðtali á CNBC-sjón­varps­stöðinni að evru­svæðið væri dæmt til þess að falla vegna mik­ils mun­ar á Norður- og Suður-Evr­ópu.

„Í upp­hafið, við stofn­un evr­unn­ar árið 1999, var gert ráð fyr­ir því að hag­kerfi Suður-Evr­ópu inn­an evru­svæðis­ins myndu haga sér eins og þau í Norður-Evr­ópu, að Ítal­ía myndi haga sér eins og Þýska­land. Sú varð ekki raun­in held­ur fór það svo að Norður-Evr­ópa fór að greiða fyr­ir um­fram­neyslu Suður-Evr­ópu,“ seg­ir Green­sp­an.

Green­sp­an spá­ir því að þegar krepp­an tek­ur að dýpka hætti flæði verðmæta frá Norður- til Suður-Evr­ópu og þá minnki um leið lífs­gæði fólks í Suður-Evr­ópu.

Að hans mati hefði verið heppi­legra ef þau hag­kerfi Evr­ópu sem eru lík­ari hvert öðru hefðu staðið að sam­eig­in­legu myntsvæði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka