Friðarsinni með mest fylgi

Bandaríski þingmaðurinn Ron Paul sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar hlaut yfirburða stuðning meðal flokkssystkina sinna í skoðanakönnun National Federation of Republican Assemblies í Iowa-ríki.

Ron Paul sem hefur verið harður andstæðingur stríðsreksturs Bandaríkjanna bæði í Afganistan og Írak hlaut stuðnings 82 prósenta þeirra sem tóku þátt í skoðanakönuninni. Næstur á eftir honum kom Herman Cain með 14,7 prósent fylgi og aðrir langtum minna.

Baráttan um útnefningu forsetaefnis Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum vegna forsetakosningar á næsta ári er komin á fullt skrið og styttist óðum í fyrsta prófkjörið sem haldið verður í Iowa 3. janúar á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert