Bandaríkin gerðu árás í Pakistan

Bandaríski herinn hefur gert árás á liðsmenn talibana í Pakistan.
Bandaríski herinn hefur gert árás á liðsmenn talibana í Pakistan. STRINGER AFGHANISTAN ADMIN

Bandaríski herinn drap fjóra liðsmenn Talibana í Pakistan í dag nærri landamærunum við Afganistan. Notuð var mannlaus flugvél til verksins, en hún gerði árás á bíl sem mennirnir óku.

Flugvélin skaut tveimur flugskeytum á bílinn. Bíllinn var nærri bænum Datta Khel. Þetta er haft eftir talsmanni stjórnvalda í Pakistan.

Vitað er að margir talibanar eru í Pakistan og herja þaðan á hermenn Nató í Afganistan. Bandaríkin hafa gert árás á hryðjuverkamenn í Pakistan og er skemmst að minnast þess þegar þeir drápu Osama bin Laden í fyrravetur. Þessar árásir hafa ekki vakið mikla lukku í Pakistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert