Vara við ólgu á vinnumarkaði

Mótmæli hafa verið tíð í Grikklandi síðustu mánuðina.
Mótmæli hafa verið tíð í Grikklandi síðustu mánuðina. Reuters

Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­in ILO seg­ir að skuldakrepp­an á evru­svæðinu gæti leitt til efna­hagskreppu sem standi í ára­tug og að henni fylgi auk­in ólga á vinnu­markaði.

„Næstu mánuðir ráða miklu um hvort tekst að kom­ast hjá auknu at­vinnu­leysi og stór­auk­inni ólgu í sam­fé­lög­un­um,“ seg­ir í skýrslu frá ILO.

Verði ekki gripið til nauðsyn­legra aðgerða geti krepp­an varað í ára­tug. Mest hætta á ólgu á vinnu­markaði er sögð vera í Grikklandi, Portúgal, Spáni, Eistlandi, Frakklandi, Slóven­íu og Írlandi.

Verk­föll og mót­mæli hafa verið tíð í Grikklandi vegna skuldakrepp­unn­ar. Eins hef­ur komið til átaka milli mót­mæl­enda og lög­reglu í Róm þar sem um 100 manns slösuðust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert