Vara við ólgu á vinnumarkaði

Mótmæli hafa verið tíð í Grikklandi síðustu mánuðina.
Mótmæli hafa verið tíð í Grikklandi síðustu mánuðina. Reuters

Alþjóðavinnumálastofnunin ILO segir að skuldakreppan á evrusvæðinu gæti leitt til efnahagskreppu sem standi í áratug og að henni fylgi aukin ólga á vinnumarkaði.

„Næstu mánuðir ráða miklu um hvort tekst að komast hjá auknu atvinnuleysi og stóraukinni ólgu í samfélögunum,“ segir í skýrslu frá ILO.

Verði ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða geti kreppan varað í áratug. Mest hætta á ólgu á vinnumarkaði er sögð vera í Grikklandi, Portúgal, Spáni, Eistlandi, Frakklandi, Slóveníu og Írlandi.

Verkföll og mótmæli hafa verið tíð í Grikklandi vegna skuldakreppunnar. Eins hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu í Róm þar sem um 100 manns slösuðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert