Óvíst hver stjórnar í Íran

Hillary Clinton.
Hillary Clinton.

Til­raun­ir Banda­ríkja­manna til þess að ná sam­komu­lagi við Íran vegna kjarn­orku­áætlun­ar lands­ins ganga brös­ug­lega sök­um þess að ekki er víst hver raun­veru­lega stjórn­ar land­inu er haft eft­ir Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna.

Cl­int­on tel­ur að Íran sé að breyt­ast hægt og ró­lega úr alræði klerka­stjórn­ar­inn­ar í her­stjórn­ar­ríki. Þrátt fyr­ir það seg­ir hún að dyrn­ar séu opn­ar fyr­ir viðræðum við Íran.

Valda­bar­átta meðal ríkj­andi afla í Íran gæti verið já­kvæð fyr­ir þróun í land­inu að mati banda­ríska ut­an­rík­is­ráðherr­ans.

„Ég tel það geta verið tæki­færi fyr­ir fólk í land­inu til þess að hafa áhrif á framtíðar­stjórn lands­ins,“ seg­ir Cl­int­on.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert