Mahmoud Jibril, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Líbíu, staðfesti í gær á fundi með fréttamönnum að efnavopn hefðu fundist í landinu og að von sé á alþjóðlegum eftirlitsmönnum vegna þess. Þá er einnig haft eftir honum að kjarnorkuvopn hafi fundist.
Sjónvarpsstöðin Al Arabiya hefur eftir Jibril að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin muni veita nánari upplýsingar bráðlega um kjarnavopnin. AP fréttastofan hefur eftir Jibril að Líbíustjórn hafi engan áhuga á að eiga vopn og að alþjóðastofnanir muni fást við þau efnavopn, sem hafi fundist.
Múammar Gaddafi, fyrrum einræðisherra Líbíu, gerði árið 2003 samkomulag við Bretland og Bandaríkin um að hætta við kjarnorkuvopnaáætlun sína og jafnframt að þúsundum efnavopna yrði eytt.