Grikkir munu greiða þjóðaratkvæði um nýja björgunarpakka Evrópusambandsins, sem ætlað er að leysa úr skuldavanda ríkisins. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, í dag. Hann sagði þó ekki hvenær kosningin verður haldin.
Björgunarpakkinn felur m.a. í sér 100 milljarða evru lán og afskriftir skulda við banka upp á 50%. Papandreou sagði í dag að gríska ríkisstjórnin treysti dómgreind þjóðarinnar í málinu. „Við erum skuldbundinn vilja grískuþjóðarinnar,“ hefur Afp eftir honum. Eftir að ríki evrusvæðisins náðu samkomulagi um björgunarpakkann í síðustu viku var mótmælt víða um Grikkland.
Skoðanakönnun sem birt var um helgina í gríska dagblaðinu To Vima bendir til að meirihluti Grikkja lítið björgunarpakka ESB neikvæðum augum. Óánægja með Papandrou hefur farið vaxandi bæði meðal almennings, sem mótmælir niðurskurði ákaft, sem og meðal flokkssystkina hans í sósíalista flokknum.