Hakkarar hóta glæpasamtökum

Guy Fawkes gríman, sem sást fyrst í kvikmyndinni V for …
Guy Fawkes gríman, sem sást fyrst í kvikmyndinni V for Vendetta, er orðin tákn mótmælendahreyfinga víðs vegar um heim. Reuters

Ónefndir einstaklingar hafa birt myndband á netinu þar sem þeir hóta að birta upplýsingar um glæpasamtökin Zetas í Mexíkó. Tölvuhakkararnir í Anonyomus eru sagðir standa á bak við myndbandið, sem hefur verið birt á YouTube.

Fram kemur að menn séu orðnir þreyttir á glæpasamtökunum, sem beri ábyrgð á mannránum, þjófnuðum og fjárkúgunum. Þá segir að Zetas hafi gert stór mistök þegar þau rændu einum liðsmanna hakkaranna í Veracruz, að því er breska ríkisútvarpið segir frá.

Í myndbandinu sést maður með Guy Fawkes-grímu fyrir andlitinu og eru skilaboð til Zetas lesin upp á spænsku. Anonymous-hópurinn hefur notað Fawkes-grímurnar sem og mótmælendur víða um heim, sem hafa komið saman til að mótmæla fjármálakerfinu.

Fram kemur að hópurinn hafi upplýsingar um lögreglumenn, blaðamenn, leigubílstjóra og aðra sem aðstoði Zetas. Þeir hóta að birta ljósmyndir og aðrar upplýsingar um þessa einstaklinga nema félagi þeirra verði látinn laus. Ekki er tekið fram hver þetta sé sem glæpasamtökin hafa tekið höndum.

Lögreglan í Mexíkó segist ekki geta staðfest hvort um raunverulega hótun sé að ræða eða gabb.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert