Hann ávann sér andlátið

Myndir af Steve Jobs voru sýndar á skjám í verslunum …
Myndir af Steve Jobs voru sýndar á skjám í verslunum Apple þegar hann dó. Reuters

And­látsorð Steve Jobs, for­stjóra og eins stofn­enda Apple, voru „Oh Wow“ (ó, vá) sem hann end­ur­tók þris­var sinn­um. Hann leit á Patty syst­ur sína, horfði svo lengi á börn­in sín og loks á Laurene eig­in­konu sína. Eft­ir það missti hann meðvit­und. 

Þetta kom fram í minn­ing­ar­orðum Mona Simp­son, syst­ur Steve Jobs, sem hún flutti við minn­ing­ar­at­höfn í Memorial Church við Stan­ford há­skóla. Minn­ing­ar­orðin birt­ust í vefút­gáfu New York Times.

Mona Simp­son sagði að hún hafi verið orðin 25 ára göm­ul þegar hún kynnt­ist þess­um bróður sín­um, Steve Jobs. Hún lýsti bróður sín­um, vel­gengni hans í viðskipt­um en einnig von­brigðum þegar hann var sett­ur af sem for­stjóri Apple. Þá seg­ir hún frá veik­inda­stríði hans um ára­bil.

Simp­son seg­ir t.d. frá því að þegar Jobs var í önd­un­ar­vél og gat því ekki talað hafi hann beðið um skrif­blokk. Hann rissaði upp skissu að tæki til að festa iPad við sjúkra­rúm. Hann hannaði ný tæki til að fylgj­ast með vökv­a­gjöf og rönt­g­en­tæki. Þá end­ur­hannaði hann gjör­gæslu­stof­una sem hon­um þótti ekki mjög sér­stök fyr­ir.

Hún seg­ir að lík­lega sé ekki rétt að tala um and­lát þess sem verið hef­ur með krabba­mein árum sam­an óvænt. Samt hafi and­lát Jobs verið óvænt. Jobs kallaði hana að dán­ar­beði sínu og bað hana að flýta sér. Það væri ekki víst að hún kæmi í tíma.

Mona Simp­son náði að hitta bróður sinn meðan hann var enn með meðvit­und.

„Svo, eft­ir nokkra hríð, þá var það ljóst að hann myndi ekki vakna aft­ur. Önd­un­in breytt­ist. Hún varð áköf, ákveðin og til­gangs­rík. Ég fann að hann taldi skref­in og píndi sig lengra áfram.

Ég komst að því að hann vann líka að þessu. Steve lenti ekki í því að deyja, hann ávann sér and­látið,“ sagði Simp­son (í laus­legri þýðingu).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert