Níu látnir eftir óveður

Stærðarinnar tré féll á bifreið í Worcester í Massachusetts.
Stærðarinnar tré féll á bifreið í Worcester í Massachusetts. Reuters

Snjóbylur hefur gert íbúum á austurströnd Bandaríkjanna lífið leitt um helgina en þetta þykir vera harla óvenjulegt veðurfar miðað við árstíma. Að sögn yfirvalda hafa a.m.k. níu látið lífið í slysum sem tengjast hálku og snjókomu.

Víða varð rafmagnslaust en frá Maryland til Massachusetts voru yfir þrjár milljónir heimila án rafmagns. Breska ríkisútvarpið segir að margir íbúar hafi þurft að þola rafmagnsleysi dögum saman.

Heldur dró úr ofankomunni í gær þegar óveðrið hélt áfram norður til Maine.

Ástandið var mjög slæmt New Jersey, Connecticut, Massachusetts og hluta New York, en í ríkjunum var neyðarástandi lýst yfir sökum veðurs.

Decklan Corcoran fagnaði snjónum við MetLife íþróttaleikvanginn í New Jersey.
Decklan Corcoran fagnaði snjónum við MetLife íþróttaleikvanginn í New Jersey. Reuters
Íbúi í Larchmont í New sópar í burtu trjágreinar sem …
Íbúi í Larchmont í New sópar í burtu trjágreinar sem féllu við heimili hans óveðrinu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka