Óttast að sjórán margfaldist

Sómalskir sjóræningjar stöðvaðir á hafi úti.
Sómalskir sjóræningjar stöðvaðir á hafi úti. HO

Sómalskir sjóræningjar, sem halda nú yfir 300 manns og 15 skipum í gíslingu, hafa orðið innblástur öðrum skæruliðahópum sem eru nú líka byrjaðir að ráðast á skip, annars staðar við strendur Afríku. Þetta segir varaaðalritari Sameinuðu þjóðanna, Taye-Brook Zerihoun.

Öryggisráð SÞ hvatti í dag ríki Vestur-Afríku til að styrkja varnir sínar á sjó og setja aukinn kraft í að berjast gegn uppgangi sjóræningja. Sómalskir sjóræningjar hafa undanfarið sótt lengra og lengra inn á Indlandshaf eftir fórnarlömbum og beita nú ofbeldisfullri aðferðum en áður, að sögn Zerihoun.

Samkvæmt nýjustu tölum eru nú 316 manns í gíslingu sómalsra sjóræningja. Ríkisstjórnir nokkurra landa, þar á meðal Bretlands, íhuga nú að heimila að skipafélög ráði vopnaða öryggisverði til liðs við áhafnir skipa. Zerihoun sagði á fundi með Öryggisráðinu í dag að SÞ og ríkisstjórnir hefðu vaxandi áhyggjur af því að tengsl séu að myndast milli sjóræningja og skæruliða Shebab íslamista, sem herja á ríkisstjórn Sómalíu. Hann sagði að alþjóðlegar aðgerðir gegn sjóránum hafi leitt til þess að sjóræningjarnir færi sig um set lengra suður inn á yfirráðasvæði íslamista og við það gæti vandinn margfaldast.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert