Safnaði fingrum af líkum sem sigurtákni

Calvin Gibbs á teikningu úr réttarsal.
Calvin Gibbs á teikningu úr réttarsal. Reuters

Liðþjálfi í bandaríska hernum sem ákærður er fyrir tilefnislaus morð á þremur afgönskum borgurum viðurkenndi í dag að hann hafi skorið fingur af líkum í Afganistan sinna sem sigurtákn. Liðþjálfinn heldur hinsvegar fram sakleysi sínu og segist engan hafa myrt.

Liðþjálfinn sem um ræðir heitir Calvin Gibbs og er 26 ára gamall. Hann er einn af fimm bandarískum hermönnum sem sakaðir voru um morð, eftir að myndir birtust í mars 2011 af hermönnum að stilla sér upp með líkum almennra borgara sem talið er að þeir hafi myrt. Þrír hermannanna hafa játað sök og segja það hafa verið hugmynd Gibbs að myrða Afganina, en verjandi Gibbs sagði í réttarsal í dag að Gibbs telji hina hermennina fjóra hafa gert samsæri gegn sér.

Saksóknari sagði hinsvegar að Gibbs hefði drepið einfaldlega vegna þess að hann langaði til að drepa. Hann sagði að Gibbs hefði litið á Afgani sem villimenn og að hersveit hans hefði verið stjórnlaus í drápsþorsta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka