UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, samþykkti í dag að Palestína fengi fulla aðild að stofnuninni. Þetta var samþykkt á aðalfundi stofnunarinnar í París í dag.
Alls eiga 193 þjóðir aðild að UNESCO. Tillaga þess efnis að Palestína fengi fulla aðild var samþykkt með 107 atkvæðum. Fjórtán ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni og 52 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.