Björgunarpakkinn eina leið Grikkja

Nicolas Sarkozy forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy forseti Frakklands. Reuters

Samkomulagið sem náðist á Evrópusambandsþinginu í síðustu viku um björgunarpakka til handa Grikkjum er „eina mögulega leiðin til að leysa skuldavanda Grikklands,“ sagði Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands í dag.

„Það er gott og gilt að leyfa rödd almennings að heyrast, en samstaða allra landa evrusvæðisins er ekki möguleg nema menn samþykki þær aðgerðir sem eru nauðsynlegar,“ sagði Sarkozy, sem tjáði sig um óvænta yfirlýsingu George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, um að hann ætli að bera björgunarpakkann undir þjóðaratkvæði.

„Þess vegna tóku Frakkland og Þýskaland frumkvæði að því að kalla saman á morgun, fyrir upphaf G20 fundarins, alllar helsut stofnanir Evrópusambandsins sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að skoða það ásamt gríska forsætisráðherranum hvaða skilyrðum þarf að fylgja til að standa við þær skuldbindingar sem hafa verið ákveðnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert