Ísraelar bregðast við af hörku

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels á ríkisstjórnarfundi.
Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels á ríkisstjórnarfundi. Reuters

Ísraelsk yfirvöl ætla að bregðast af hörku við þeirri ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að veita Palestínu fulla aðild að UNESCO. Benjamin Netanyahu ákvað á fundi með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar í dag að byggja 2.000 ný heimili fyrir landnema á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem.

Aðgerðirnar eru bein viðbrögð við ákvörðun SÞ, að því er fram kom í útvarpsfréttum í Ísrael í kvöld. Þá ætla ísraelsk yfirvöld að beita refsiaðgerðum með því frysta skattaendurgreiðslur til palestínskra yfirvalda. Var sú ákvörðun einnig tekin á fundi Netanyahu með 8 ráðherrum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert