Kosið í Katar árið 2013

Emírinn í Kvatar, Sheik Hamad bin Khalifa Al-Thani.
Emírinn í Kvatar, Sheik Hamad bin Khalifa Al-Thani. Reuters

Fyrstu þingkosningar í sögu Persaflóaríkisins Katar verða haldnar árið 2013 að sögn Sheikh Hamad bin Khalifa Al-Thani, emírs landsins. Hann hefur stutt uppreisnir lýðræðisafla annars staðar í arabaheiminum. Stjórnmálaflokkar eru bannaðir í landinu og einu kosningar sem haldnar hafa verið þar hingað til eru sveitarstjórnarkosningar.

Katar fékk stjórnarskrá sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003. Samkvæmt henni verða tveir þriðju fulltrúa á ráðgjafarþingi kjörnir í kosningum en hinir verða valdir af emírnum.

Árið 2008 setti ráðgjafarþingið kosningalög þar sem kveðið er á um að kosningaaldur sé 18 ár. Þá voru sett ákvæði um fjármögnun framboða og bann sett við atkvæðakaupum. Kata og Sádíarabía eru einu löndin við Persaflóa sem hafa ekki haldið þingkosningar.

Um 200.000 ríkisborgarar eru í Katar en alls búa 1,7 milljón manna þar.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert