Nei getur þýtt þjóðargjaldþrot

Jean-Claude Juncker forsætisráðherra Lúxemborgar.
Jean-Claude Juncker forsætisráðherra Lúxemborgar.

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og forsvarsmaður efnahagsmála innan evru-svæðisins, telur að ef gríska þjóðin segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni sé ekki hægt að útiloka gjaldþrot Grikklands.

Juncker segir að miklu skipti hvernig spurningin verði orðuð og hvað nákvæmlega verði kosið um.

Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum boðaði George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, þjóðaratkvæðagreiðslu vegna samkomulags evru-ríkjanna um stuðning við Grikkland. Að sögn Junker hafði Papandreou ekkert samband við starfsbræður sína í Evrópu áður en hann tók þessa ákvörðun.

Á morgun munu þau Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, eiga fundi með helstu yfirmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, háttsettum einstaklingum úr gríska stjórnkerfinu og Evrópusambandinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert