Særðir hermenn fá morfínsleikjó

Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan. Reuters

Bandarískum hermönnum sem særast í Afganistan verður hugsanlega gefinn sleikjó með sterkum verkjalyfjum héðan í frá, í stað hinnar hefðbundnu morfínsprautu. Þetta segir talsmaður hersins.

Sleikjóinn ætti að verða mörgum gleðilegur valmöguleiki í stað morfínsprautunnar „sem maður sér í bíómyndum um Seinni heimsstyrjöldina þar sem læknar stinga hermenn í handleggi og fótleggi,“ sagði herforinginn Brian Block þegar hann kynnti nýjungina i dag.

Að sjúga verkjalyfin á sleikjóformi er líka fljótvirkari leið til að deifa sársaukann þar sem þau renna hraðar út í blóðrásina í gegnum munnholið heldur en þegar þeim er sprautað í vöðva með nál, að sögn Block.  Sleikjóarnir hafa verið prufukeyrðir meðal sérsveita bandaríska hersins með góðum árangri og eru þeir nú komnir í almenna dreifingu innan hersins – með berjabragði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert