Ban: Ofbeldinu verður að linna

Mótmæli í Homs í Sýrlandi.
Mótmæli í Homs í Sýrlandi. Reuters

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, krefst þess að sýrlensk stjórnvöld hætti að beita saklausa borgara í landinu ofbeldi þegar í stað. Samkvæmt tölum frá SÞ hafa aðgerðir stjórnvalda leitt til þess að yfir 3.000 hafi látið lífið frá því í mars sl.

„Drápum á saklausum borgurum í Sýrlandi verður að linna þegar í stað,“ sagði Ban á blaðamannafundi í Trípólí, höfuðborg Líbanon. Ban er staddur þar í sinni fyrstu opinberu heimsókn frá því borgarastríðið hófst í febrúar, sem leiddi til falls Múammar Gaddafis.

Utanríkisráðherra arbalandanna hittust á fundi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í dag til að ræða leiðir til að þrýsta á sýrlensk stjórnvöld og fá þau til að undirrita vegvísi Arababandalagsins, sem miðar að því að binda enda á átökin í Sýrlandi.

Embættismenn í Sýrlandi segja að samkomulag hafi náðst en talsmenn Arababandalagsins segjast enn vera að bíða eftir formlegu svari frá sýrlenskum stjórnvöldum.

Ban Ki-moon segir að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði að staðfesta samkomulagið sem fyrst. „Í allt of langan tíma hefur fólkið þjáðst mikið og núverandi ástand er óviðunandi,“ segir Ban.

Ban Ki-moon.
Ban Ki-moon. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert