Grikkja er að ákveða

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy á blaðamannafundinum í kvöld.
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy á blaðamannafundinum í kvöld. Reuters

Grikkir þurfa að velja á milli þess að vera í bandalagi evruríkjanna eða standa utan við það. Þetta sagði Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, eftir fund hans og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, með George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, í kvöld. Grikkir fá engan fjárhagsstuðning fyrr en atkvæði hafa verið talin í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Merkel og Sarkozy héldu sameiginlegan blaðamannafund eftir fundinn með Papandreou þar sem þau svöruðu spurningum. Á fundinum kom fram að Grikkir muni halda þjóðaratkvæðagreiðsluna um björgunarpakka ESB 4. eða 5. desember nk. Þrýst var á Papandreou að atkvæðagreiðslan yrði haldin eins fljótt og auðið er.

Sarkozy sagði við blaðamenn að þau Merkel vonuðust til þess að Grikkir yrðu áfram með í evrusamstarfinu en það væri þeirra að ákveða hvort svo yrði áfram. Þeir verði að fylgja þeim reglum og reglugerðum sem settar eru. Þá sagði hann að Grikkir myndu engin lán fá fyrr en ákveðið sé að þeir fylgi þeim ákvæðum sem kveðið er á um í forsendum björgunarpakkans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert