Undirbúa stríð gegn Íran

Írönsk stöð þar sem úran er auðgað.
Írönsk stöð þar sem úran er auðgað. RAHEB HOMAVANDI

Breski herinn undirbýr nú að krafti viðbúnaðaráætlanir vegna hugsanlegra hernaðaraðgerða Bandaríkjamanna gegn Írönum í kjölfar aukinna áhyggja af auðgun úrans í landinu. Breska blaðið The Guardian segist hafa heimildir fyrir þessu.

Er breska varnarmálaráðuneytið sagt standa í þeirri trú að bandarísk stjórnvöld ætli að hraða áætlunum um flugskeytaárásir á valin skotmörk í Íran sem tengjast auðgun úrans. Telji breskir embættismenn að ef það gerist muni bandarísk stjórnvöld leita eftir, og fá, stuðning breska hersins þrátt fyrir miklar efasemdir margrar stjórnarliða bresku samsteypustjórnarinnar.

Er breski herinn því að kanna hvar sé best að staðsetja herskip og kafbáta vopnaða eldflaugum á næstu mánuðum fyrir loft og sjóárásir á Íran. Hefur blaðið það eftir embættismönnum hjá hernum og í varnarmálaráðuneytinu að meint kjarnorkuvopnaáætlun Írana sé að nýju orðið áhyggjuefni eftir byltinguna í Líbíu.

Þeir segja þó alveg ljóst að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi engan hug á því að leggja upp í nýja herferð fyrir kosningarnar í nóvember á næsta ári. Það gæti hins vegar breyst vegna upplýsinga sem vestrænar leyniþjónustur hefðu aflað sér og vegna herskárrar orðræðu sem Íranar virðast hafa tekið upp undanfarið.

Frétt The Guardian af málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert