Vilja ekki að fangar kjósi

Bretar og Ítalir fara fram á það við Mannréttindadómstól Evrópu að einstök Evrópusambandsríki fái að ráða því sjálf hvort fyrrverandi fangar fái að kjósa. Í janúar endurheimti Ítalinn Franco Scoppola kosningarétt sinn, eftir að hafa kært afnám hans til dómstólsins,  en lög á Ítalíu kveða á um að sá sem er dæmdur í fangelsi í fimm ár eða lengur, missir kosningarétt sinn.

Ítölsk dómsyfirvöld biðja Mannréttindadómstólinn um að endurskoða ákvörðun sína. Bent hefur verið á að hægt sé að sækja um endurnýjun kosningaréttar þremur árum eftir að afplánun lýkur.

Svipuð lög eru í gildi á Bretlandi og hefur Mannréttindadómstólinn sömuleiðis fordæmt þau og snúið við tveimur málum, þar sem fyrrum fangar vildu ekki una við að hafa misst kosningaréttinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert