Bretar og Ítalir fara fram á það við Mannréttindadómstól Evrópu að einstök Evrópusambandsríki fái að ráða því sjálf hvort fyrrverandi fangar fái að kjósa. Í janúar endurheimti Ítalinn Franco Scoppola kosningarétt sinn, eftir að hafa kært afnám hans til dómstólsins, en lög á Ítalíu kveða á um að sá sem er dæmdur í fangelsi í fimm ár eða lengur, missir kosningarétt sinn.
Ítölsk dómsyfirvöld biðja Mannréttindadómstólinn um að endurskoða ákvörðun sína. Bent hefur verið á að hægt sé að sækja um endurnýjun kosningaréttar þremur árum eftir að afplánun lýkur.
Svipuð lög eru í gildi á Bretlandi og hefur Mannréttindadómstólinn sömuleiðis fordæmt þau og snúið við tveimur málum, þar sem fyrrum fangar vildu ekki una við að hafa misst kosningaréttinn.