Ætlar ekki að segja af sér

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, segist ekki ætla að segja af sér. Reuters-fréttastofan hefur það eftir starfsmanni á skrifstofu hans að hann hafi lýst þessu yfir á neyðarríkisstjórnarfundi í dag.

Höfðu líkur verið leiddar að því að Papandreou segði af sér í dag þar sem nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hans hafa lýst sig andsnúna þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka ESB. Talið er líklegt að vantrauststillaga gegn honum verði samþykkt í þinginu á morgun.

George Papandreou.
George Papandreou. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert