Andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu

Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, er andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka ESB …
Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, er andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka ESB og evruna. Reuters

Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, lýsti sig í dag andvígan áætlun Papandreou forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort skuldum hlaðið Grikkland verði áfram í evrusamstarfinu.

„Staða Grikklands í evrunni er sögulegur ávinningur fyrir grísku þjóðina sem ekki er hægt að efast um... það er ekki hægt að ákveða þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði fjármálaráðherrann í yfirlýsingu eftir að hann sneri heim frá G20 fundinum í Cannes.

Forystumenn evrusvæðisins hafa varað Papandreou við því að ef Grikkir virði ekki skuldaáætlunina sem samin var í síðustu viku á fundi leiðtoganna þá fái Grikkland ekki „eitt sent“ til viðbótar af áformuðum greiðslum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert