Kjarnorkuáætlun Írana er ennþá ógnun við öryggi að sögn Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Á blaðamannafundi með Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, á G20-fundinum í Cannes hvatti Obama alþjóðasamfélagið til að halda uppi þrýstingi í Írana.
Hafa fregnir borist af því undanfarna daga að kjarnorkuáætlun Írana sé aftur farin að valda vestrænum leiðtogum áhyggju. Breska blaðið The Guardian greindi frá því í gær að breski herinn undirbyggi nú viðbúnaðaráætlanir vegna hugsanlegra árása Bandaríkjamanna á valin skotmörk í Íran.