Hvetja Berlusconi til að segja af sér

Sex fyrrum bandamenn forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, á ítalska þinginu hvetja Berlusconi til þess að segja af sér í kjölfar þess að ekki tókst að ná samkomulagi um mikilvægar aðgerðir í efnahagsmálum.

Á vef BBC kemur fram að þingmennirnir sex hafi ritað opið bréf þar sem þeir hvetja til þess að mynduð verði ný ríkisstjórn og breytinga í pólitísku landslagi á Ítalíu. Bréfið var birt í dagblaðinu Corriere della Sera, en þrír þingmannanna höfðu þegar sagt skilið við meirihlutann á þingi.

Berlusconi sagði á fundi G20 ríkjanna í dag að Ítalía hafi alltaf staðið við skuldbindingar sínar en ítölsk ríkisskuldabréf eiga erfitt uppdráttar á mörkuðum þessa dagana. 

Ávöxtun á tíu ára ríkisskuldabréf er nú rúm 6,3% og nálgast 7% markið hratt, sem sérfræðingar telja að þýði að afar fáir fjárfestar taki áhættuna með kaupum á þeim.

Forsætisráðherra Ítalíu Silvio Berlusconi tekur nú þátt í leiðtogafundi G20-ríkjanna …
Forsætisráðherra Ítalíu Silvio Berlusconi tekur nú þátt í leiðtogafundi G20-ríkjanna í Cannes Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert