Ísraelar frysta greiðslu UNESCO

Benjamin Netanyahu.
Benjamin Netanyahu.

Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í dag að þarlend stjórnvöld ætluðu að hætta að leggja UNESCO til fé eftir að stofnunin veitti Palestínumönnum fulla aðild. Árlegt framlag Ísraela nemur jafnvirði um 230 milljóna króna.

Hefur forsætisráðherrann fyrirskipað að fjármununum verði þess í stað ráðstafað til samvinnuverkefna með sömu markmið og UNESCO í heimshlutanum. Á mánudag samþykkti allsherjarþing UNESCO aðildarumsókn Palestínumanna og í kjölfarið hafa Bandaríkjamenn hætt fjárstuðningi við stofnunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert