Ræða vanda Grikklands

Nicolas Sarkozy ásamt Angelu Merkel við upphaf fundarins í Cannes …
Nicolas Sarkozy ásamt Angelu Merkel við upphaf fundarins í Cannes í gær. Reuters

Skuldavandi Evrópu og þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi verða án efa efstu mál á dagskrá leiðtoga G20 ríkjanna sem munu funda í Cannes í dag. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er kominn til Frakklands til að taka þátt í umræðunum.

Hann mun sitja neyðarfund með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, áður en sjálf ráðstefnan hefst.

Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, hefur sagt að þjóðaratkvæðagreiðslan um björgunarpakka evruríkjanna megi ekki snúast um framtíð Grikklands á evrusvæðinu.

Venizelos segir að það Grikkir eigi að fá 8 milljarða evra neyðarlánið afgreitt þegar í stað. Hann fundaði með Sarkozy og Merkel  í Cannes í gær.

Orð fjármálaráðherrans eru þvert á orð gríska forsætisráðherrans og annarra leiðtoga á evrusvæðinu. Þeir segja að þjóðaratkvæðagreiðslan snúist um framtíð Grikklands á evrusvæðinu.

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur sagt að ákvörðun sín að vísa málinu til þjóðarinnar hafi snúist í grundvallaratriðum um það hvort Grikkland eigi að vera hluti af evrusamstarfinu eður ei.

Barack Obama við komuna til Frakklands í dag.
Barack Obama við komuna til Frakklands í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert