Ísraelar rannsaka leka

Meir Dagan, fyrrverandi yfirmaður Mossad, er sagður hafa lekið upplýsingum …
Meir Dagan, fyrrverandi yfirmaður Mossad, er sagður hafa lekið upplýsingum um hugsanlega árás á Íran. YONATHAN WEITZMAN

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benja­mín Net­anya­hu, hef­ur fyr­ir­skipað rann­sókn á meint­um leka á áform­um um að ráðast á kjarn­orku­vinnslu Írana. Leik­ur grun­ur á að tveir fyrr­ver­andi yf­ir­menn leyniþjón­ustu Ísra­els hafi lekið áformun­um til þess að reyna að koma í veg fyr­ir að þeim verði fylgt eft­ir. Breska blaðið The Guar­di­an seg­ir frá þessu.

Sam­kvæmt dag­blaðinu al-Jarida í Kúvæt tel­ur Net­anya­hu að menn­irn­ir tveir, Meir Dag­an, fyrr­ver­andi yf­ir­maður Mossad og Yu­val Diskin, fyrr­ver­andi yf­ir­maður inn­an­rík­is­leyniþjón­ust­unn­ar Shin Bet, hafi lekið áformun­um. Leiðir blaðið lík­um að því að þeir hafi viljað skemma fyr­ir áform­um sem for­sæt­is­ráðherr­ann og Ehud Barak, varn­ar­málaráðherra, hafa gert um að ráðast á val­in skot­mörk í Íran.

Bæði Dag­an og Diskin eru and­snún­ir hernaðaraðgerðum gegn Írön­um nema að búið sé að úti­loka alla aðra kosti, þá helst alþjóðleg­an póli­tísk­an þrýst­ing og jafn­vel skemmd­ar­verk. Í janú­ar lét Dag­an hafa það eft­ir sér að árás á Íran væri „heimsku­leg­asta hug­mynd sem ég hef heyrt“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert