AGS hefur eftirlit með áætlun Ítala

Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sposkur á svip á fundi G20 ríkjanna …
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sposkur á svip á fundi G20 ríkjanna í Cannes. Reuters

Ítölsk stjórnvöld hafa beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að hafa eftirlit með áformum stjórnvalda um niðurskurð á Ítalíu. Þetta sögðu þau Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í dag.

Þau greindu frá ákvörðun Ítala á fundi G20 ríkjanna sem fer nú fram í Cannes í Frakklandi.

Merkel staðfesti á öðrum blaðamannafundi að stjórnvöld á Ítalíu hefðu samþykkt að birta ársfjórðungslega yfirlit um það hvernig þeim gengi að koma nauðsynlegum umbótum í framkvæmd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert