Breivik verður ekki viðstaddur

Anders Behring Breivik
Anders Behring Breivik Reuters

Héraðsdómur í Ósló hefur úrskurðað að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik fái ekki að vera viðstaddur úrskurð dómara vegna ákvörðunar um framlengingu gæsluvarðhalds yfir honum, sem fara mun fram 14. nóvember.

Héraðsdómur samþykkti þar með ósk Óslóarlögreglunnar um að Breivik fylgdist með úrskurðinum í gegnum fjarfundabúnað.

Einnig hefur verið ákveðið að réttarhöldin yfir honum, sem líklega munu hefjast um páskaleytið, verði haldin í þinghúsinu í Ósló.

Búist er við að þúsundir muni fylgjast með réttarhöldunum.

„Það verður mikið álag á vitnum og þarna verða ungmenni, sem eiga að bera vitni. Við viljum ekki að þetta verði of erfitt fyrir þau,“ segir ríkissaksóknari í samtali við norska dagblaðið Aftenposten í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert