Evran mikilvægari en aðild Grikklands

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte
Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte Reuters

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, segir að evran sé mikilvægari heldur en að Grikkland verði áfram hluti af evru-svæðinu. Hann hvetur hins vegar til þess að Grikkland verði áfram hluti af evru-svæðinu og að komið verði í veg fyrir gjaldþrot landsins. Þetta kom fram í máli Rutte að afloknum ríkisstjórnarfundi í Haag í dag.

Hann segir að ríkisstjórn Hollands telji mikilvægt fyrir allt evru-samstarfið að Grikkland fari ekki í þrot. „En að lokum er það evran sem er mikilvægari heldur en aðild Grikklands að evru-svæðinu." Rutte segir að það sé hins vegar ekki markmið hans að Grikkland yfirgefi evru-svæðið og að ef Grikkir ákveða að hætta að nota evruna þá þýði það einnig að landið yfirgefi Evrópusambandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert