Frakkar hafa staðfest að þeir ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um aðildarumsókn Palestínumanna. Segir aðstoðarutanríkisráðherra landsins að umsóknin eigi rétt á sér en hún sé hins vegar dauðadæmd vegna afstöðu Bandaríkjamanna sem hafa neitunarvald í ráðinu.
Bretar og Kólumbíumenn hafa einnig lýst því yfir innan ráðsins að fulltrúar þeirra muni sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Bandaríkjamenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi sínu gegn umsókn Palestínumanna. Því er ljóst að þrýstingur á palestínsk stjórnvöld að finna aðrar leiðir til að fá frekari alþjóðlega viðurkenningu hefur aukist með ákvörðun hinna þjóðanna í ráðinu.
Óttast frönsk stjórnvöld að atkvæðagreiðsla í öryggisráðinu væri diplómatískt stórslys fyrir Palestínumenn og hefur AFP-fréttastofan það eftir erindreka við SÞ að Frakkar vilji senda út þau skilaboð að „lestin verði stöðvuð áður en hún lestarslysið verður“.