Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir að alþjóðasamfélagið muni sniðganga svokallaðar skattaparadísir. Sarkozy segir að ríki eins og Sviss hafi ekki gert nóg til að binda enda á bankaleynd.
„Við viljum ekki sjá skattaparadísir lengur. Skilaboð okkar eru skýr,“ sagði Sarkozy við lok fundar G20 ríkjanna í Cannes í Frakklandi.
Alls nefndi forsetinn 11 lönd sem mæta ekki þeim kröfum gagnsæi. Þetta eru Antígva, Barbados, Botswana, Brunei, Panama, Seychelles-eyjar, Trínidad og Tobago, Úrúgvæ, Vanúata, Sviss og Liechtenstein.
Sarkozy tók fram að alþjóðasamfélagið muni sniðganga ríki sem muni halda áfram að starfa sem skattaparadísir.
Þá hyggjast G20 ríkin birta uppfærðan lista yfir þjóðir sem sýni ekki samstarfsvilja á þessu sviði, á fundum ríkjanna.