Ríkisstjórn George Papandreou forsætisráðherra Grikklands, stóð af sér vantraustið í atkvæðagreiðslu sem var að ljúka í gríska þinginu.
Papandreou ætlar að ganga á fund forseta Grikklands í fyrramálið og skila inn stjórnarumboðinu en um leið að fá umboð til þess að mynda samsteypustjórn.
Alls fékk stjórnin 153 atkvæði af þeim 298 sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni að sögn forseta gríska þingsins.
Þegar Papandreou ávarpaði þingheim í kvöld hvatti hann þingmenn og þjóðina alla til að sýna samstöðu. Sagði hann þær breytingar sem nauðsynlegar séu sögulegar og ekki verði hægt að ná þeim fram öðru vísi en með því að þjóðin öll taki þátt. Þingmenn stjórnarflokksins sögu þegar vantrausttillagan var rædd í kvöld að stjórnmálamenn verði að snúa bökum saman svo hægt verði að koma landinu út úr þeirri sjálfheldu sem það er í. Að öðrum kosti blasi ekkert annað en þjóðargjaldþrot við.
Vantrausttillagan var rædd undir háværum mótmælum fyrir utan þinghúsið en nokkur þúsund mótmælendur eru þar saman komnir.