Tvísýnt um vantraust

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands.
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. Reuters

Kosið verður um vantrauststillögu á George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, í kvöld. Afar tvísýnt er um úrslitin en hugsanlegt er að sumir þeirra þingmanna sem hafa snúið baki við ráðherranum styðji hann í kvöld þar sem ólíklegt er að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um björgunarpakka ESB.

Pasok-flokkur Papandreous er með nauman meirihluta í þinginu, 152 sæti af 300. Áður höfðu þingmenn og ráðherrar hans lýst sig andsnúna þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakkann sem forsætisráðherrann lýsti óvænt yfir að haldin yrði.

Eftir að dregið var í land með þau áform segir breska ríkisútvarpið BBC að hugsanlegt sé að einhverjir af uppreisnarmönnum í flokki Papandreou styðji hann í atkvæðagreiðslunni um vantrauststillöguna sem fram fer seint í kvöld. Gæti hún orðið um klukkan tíu að íslenskum tíma í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert