Í það minnsta sjö eru látnir og yfir fimmtíu slasaðir eftir 34 bíla árekstur á hraðbraut í Somerset á Englandi í gærkvöldi. Óttast er að enn fleiri séu látnir en margir bílanna brunnu til grunna. Björgunarsveitarmenn vinna nú hörðum höndum að því að klippa slasað fólk úr bílum sínum.
Mikill eldur braust út í kjölfar árekstursins og varð hann nokkrum, sem sátu fastir í bílum sínum, að bana. Vitni heyrðu í sprengingum en auk fólksbíla voru nokkrir stórir flutningabílar, þétt hlaðnir farmi, sem lentu í árekstrinum.