Sjakalinn myrti 2000 manns

Sjakalinn, Ilich Ramirez Sanchez.
Sjakalinn, Ilich Ramirez Sanchez. Reuters

Einn fræg­asti laun­morðingi allra tíma, Sjakal­inn, mun fara fyr­ir rétt í Frakklandi á morg­un. Hann gumaði af því í viðtali við dag­blaðið El Nacional að hafa framið meira en 100 árás­ir sem hefðu kostað yfir 2000 manns­líf.

Spurður af því hversu marga sak­lausa veg­far­end­ur hann hefði drepið í þess­um árás­um svaraði Sjakal­inn: „Þeir voru afar fáir. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um mín­um eru þeir færri en 10%, eða um 200 manns.“

Sjakal­inn, stund­um nefnd­ur Car­los Sjakali, heit­ir réttu nafni Ilich Ramirez Sanchez, hann er 62 ára og er frá Venesúela. Hann var fé­lagi í PFLP hreyf­ing­unni í Palestínu og hef­ur verið dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi í Frakklandi fyr­ir morð á tveim­ur frönsk­um lög­regluþjón­um og upp­ljóstr­ara árið 1975.

Heim­ur­inn varð Sjakalans fyrst var þegar hann, ásamt fé­lög­um sín­um í PFLP, braust inn í fund­ar­her­bergi í Vín árið 1975, þar sem leiðtog­ar OPEC ríkj­anna funduðu. PFLP tók 11 þeirra sem gísla.

Rétt­ar­höld­in á morg­un snú­ast um árás­ir sem hann er tal­inn hafa gert 1982 og 1983 til að frelsa tvo fé­laga sína úr haldi í Par­ís, en þau höfðu ráðgert að ráðast á sendi­ráð Kúvaít þar í borg. Ann­ar þeirra, sem Sjakal­inn frelsaði, var eig­in­kona hans.

Í viðtal­inu við El Nacional sagðist Sjakal­inn geta vel við unað, því að all­ar árás­ir hans hefðu tek­ist vel. Spurður að því hvort hann teldi sig hafa gert ein­hver mis­tök um æv­ina svaraði hann því til að glæp­ir hans væru smá­vægi­leg­ir og full­yrti að Fidel Castro, fyrr­um for­seti Kúbu, hefði myrt fleiri manns en hann.

„Hryðju­verk munu verða til eins lengi og heimsvalda­sinn­ar stjórna heim­in­um. Ég er óvin­ur hryðju­verka­sinna á borð við Banda­rík­in og Ísra­el, “sagði Sjakal­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert