Spenna milli Ísraela og Írana

Shimon Peres, forseti Ísraels.
Shimon Peres, forseti Ísraels. Reuters

Shimon Peres, for­seti Ísra­elsk, varaði við því síðla gær­kvölds að lík­urn­ar á því að Ísra­el­ar gerðu árás á Íran ykj­ust stöðugt. „Leyniþjón­ust­ur fjöl­margra landa fylgj­ast með Írön­um og hafa varað við því að Íran­ir hafi lík­lega kjarna­vopn und­ir hönd­um,“sagði Peres við ísra­elsku sjón­varps­stöðina Chann­el 2. 

„Við verðum að hafa sam­starf við þessi lönd og sam­ræm­ast um aðgerðir gegn Íran,“ bætti hann við.

Skýrslu Kjarn­orku­eft­ir­lits­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna, IAEA, er beðið, en bú­ist er við því að þar skýrist lín­ur varðandi kjarna­vopna­eign Írana. Áætlað er að skýrsl­an komi út þann 8. nóv­em­ber. Íran­ir neita öll­um vanga­velt­um um að þeir búi yfir kjarna­vopn­um og segj­ast ein­göngu nota kjarn­orku til orku­fram­leiðslu og í lækn­inga­skyni.

Mikl­ar vanga­velt­ur hafa verið þessa efn­is í Ísra­el að und­an­förnu. Síðastliðinn miðviku­dag skýrði ísra­elska dag­blaðið Haaretz frá því að for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Benjam­in Net­anya­hu og Ehud Barak varn­ar­málaráðherra hefðu farið fram á stuðning þings­ins um að gera árás á Íran.

Blaðið skýrði enn­frem­ur frá því að banda­rísk yf­ir­völd hefðu farið fram á það við Ísra­ela að ef þeir gripu til aðgerða gegn Íran, þá yrðu þeir áður að skýra banda­rísk­um stjórn­völd­um frá því. 

Um­fangs­mik­il heræf­ing var hald­in í land­inu í síðustu viku og þykir það benda til þess að átaka sé að vænta. Yf­ir­völd segja þó að eng­in tengsl séu þar á milli.

Ut­an­rík­is­ráðherra Írans, Ali Ak­b­ar Sa­lehi, sagði í fimmtu­dag­inn að Íran­ar væru bún­ir und­ir það versta. Hann varaði Banda­rík­in við af­skipt­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert