Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Dr. Conrad Murray, læknir poppstjörnunnar sálugu Michaels Jacksons, hefur verið dæmdur fyrir manndráp af gáleysi, en Jackson lést af of stórum lyfjaskammti árið 2009 þegar hann var í umsjá Murrays.

Refsing hefur ekki verið ákveðin, en Murray gæti fengið allt að fjögurra ára fangelsisdóm og misst læknisleyfi sitt að auki.

Hann verður í gæsluvarðhaldi uns dómur verður kveðinn upp 29. nóvember.

Þetta var niðurstaða kviðdóms í Los Angeles eftir níu klukkustunda umhugsunarfrest.

Réttarhöldin stóðu yfir í sex vikur og á þeim tíma báru 49 manns vitni.

Murray sýndi engin viðbrögð við dómnum. Mikil viðbrögð brutust út á meðal aðdáenda Jacksons, sem höfðu safnast saman fyrir utan dómshúsið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert