Rússnesk stjórnvöld segja að það væru mikil mistök ef gerð væri hernaðarárás á Íran. Slíkt myndi aðeins leiða til frekari átaka og mannfalls úr röðum almennra borgara.
„Það væru alvarleg mistök og afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar,“ segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Lavrov sagði þetta í kjölfar ummæla sem Shimon Peres, forseti Ísraels, lét falla, en Peres segir að auknar líkur séu á því að gerð verði árás á Írana.