Ný stjórn í Grikklandi

00:00
00:00

Til­kynnt var um mynd­un nýrr­ar sam­steypu­stjórn­ar í Grikklandi í nótt. Geor­ge Pap­andreou, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, hef­ur samþykkt að víkja og verður arftaki hann val­inn í dag. Kosn­ing­ar munu fara fram 19. fe­brú­ar, en þangað til mun sam­steypu­stjórn­in sjá um stjórn lands­ins.

Þegar búið verður að út­nefna nýj­an for­sæt­is­ráðherra mun Karo­los Papouli­as, for­seti Grikk­lands, veita flokk­un­um grænt ljós til að mynda nýja sam­steypu­stjórn.

Stefnt er að því að boða til kosn­ing­ar þegar stjórn­völd verða búin að samþykkja björg­un­ar­pakka evru­ríkj­anna, en fjár­málaráðuneytið seg­ir í til­kynn­ingu að kosið verði 19. fe­brú­ar.

For­seti Grikk­lands bauð Pap­andreou og Ant­on­is Sam­aras, sem er helsti leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, á sinn fund í gær til að fara yfir stöðu mála.

Pap­andreou hef­ur að und­an­förnu reynt að mynda þjóðstjórn sem tæki við af Pasok-flokkn­um. Sam­aras hef­ur hins veg­ar neitað að taka þátt í slíkri mynd­un nema með því skil­yrði að Pap­andreou fari frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert