Þurfa ekki kjarnorkusprengju

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran. Reuters

Íranar þurfa ekki á kjarnorkusprengju að halda til að standa uppi í hárinu á Bandaríkjamönnum. Þess í stað nota þeir hyggjuvit sitt til þess að bægja frá ógn þeirra. Þetta hefur írönsk ríkisfréttastöð eftir Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins.

„Ef Bandaríkin vilja mæta írönsku þjóðinni munu þau vissulega sjá eftir viðbrögðum hennar. Sagan hefur sýnt það að hver sá sem grípur til aðgerða gegn írönsku þjóðinni sér eftir því,“ er haft eftir Ahmadinejad hafnar öllum ásökunum um að Íranar séu að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin birtir skýrslu í þessari viku sem embættismenn segja að leggi fram sönnunargögn fyrir því að kjarnorkuáætlun Írana eigi sér hernaðarlega hlið.

„Ef þú heldur að þú getir breytt ástandinu í heiminum með því að setja þrýsting á írönsku þjóðina þú hefurðu hrapalega rangt fyrir þér. Þeir segja að Íran sé að reyna að komast yfir kjarnorkusprengju en þeir ættu að vita að við þurfum ekki sprengju. Við högum okkur frekar að ígrunduðu máli og á rökrænan hátt,“ segir Ahmadinejad.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert