Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir tilskipun þess efnis að ríkisstofnanir eigi að hætta að útdeila kynningargjöfum á borð við merktar kaffikrúsir, vatnsflöskur, lyklakippur og boli á ráðstefnum og viðburðum á vegum hins opinbera.
Tilgangur tilskipunarinnar er að takmarka rekstrarkostnað innan stjórnkerfisins og verða ríkisstofnanir m.a. að láta af öllum óþarfa ferðalögum og ráðstefnuhaldi og spara prentkostnað með því að láta meira af efni á netið.
Hafa þær 45 daga til þess að koma með tillögur um hvernig draga megi úr rekstrartengdum útgjöldum um 20% frá árinu 2010, fyrir árið 2013.