Sarkozy: Tveggja-hraða ESB eina leiðin

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti.
Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti. Reuters

„Það er ljóst að það verður til tveggja-hraða Evrópusamband: eitt sem þróast í átt að auknum samruna á evrusvæðinu og annað í átt að ríkjasambandi innan sambandsins,“ sagði Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, í gær á fundi með frönskum námsmönnum í Strasbourg.

Hann sagði þetta einu mögulegu leiðina fyrir ESB. Engum dytti í hug að hægt væri að koma á sambandsríki þeirra 27 ríkja sem nú tilheyra sambandinu og enn síður ef ríkin yrði fleiri.

Reuters-fréttaveitan segir í frétt sinni um ummæli Sarkozys að ekki sé vitað til þess að hann hafi áður skírskotað til sambandsríkis í umræðum um mögulega framtíðarþróun ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert