Eiturgufur frá eldgosi

Spænskir embættismenn hafa áhyggjur af því að eiturgufur leggi frá neðanjarðareldgosi í Kanaríeyjaklasanum. Ekki er þó talið að bráð hætta stafi af eldgosinu sem er skammt frá eyjunni El Hierro.

Starfsmaður spænsku jarðvísindastofnunarinnar, sem var að störfum nálægt gossvæðinu, veiktist og magn koldíoxíðs í blóði hans var óvenjumikið. Síðan þetta gerðist hefur tveimur baðströndum verið lokað.

Heimamenn segjast hafa tekið eftir því að kettir á eyjunni séu farnir að haga sér einkennilega. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert