Mladic of heilsuveill til að mæta í réttarsalinn

Ratko Mladic á sakamannabekk í Haag
Ratko Mladic á sakamannabekk í Haag Reuters

Ratko Mladic, fyrrverandi herforingi Bosníu-Serba, segist vera of heilsuveill til þess að mæta fyrir stríðsdómstól Sameinuðu þjóðanna vegna ríkja gömlu Júgóslavíu í Haag.

Hann segist því afsala sér rétti sínum til þess að vera viðstaddur vitnaleiðslur í málinu en að lögmaður hans muni hins vegar mæta. Mladic var lagður inn á sjúkrahús í síðasta mánuði með lungnabólgu.

Lögmaður hans í Serbíu, Milo Saljic, fullyrðir að Mladic, sem er 69 ára, hafi fengið meðferð við krabbameini fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum heilablóðfall og hjartaáfall.

Mladic var handtekinn í maí en hann er meðal annars ákærður fyrir að bera ábyrgð á morðum á yfir 7.000 Bosníu-múslímum í Srebrenica.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert