Segir bækurnar um Línu langsokk rasískar

Lína Langsokkur í uppsetningu Borgarleikhússins. Úr myndasafni.
Lína Langsokkur í uppsetningu Borgarleikhússins. Úr myndasafni. mbl.is

Þýskur guðfræðingur hefur vakið upp hörð viðbrögð með ummælum sínum þess efnis að sögurnar um Línu langsokk ali á kynþáttafordómum. Hefur guðfræðingurinn, dr. Eske Wollrad, ennfremur krafist þess að bætt verði við bækurnar texta þar sem foreldrar eru beðnir um að sleppa því að lesa fyrir börnin sín ákveðna hluta þeirra eða útskýra þá.

Ummælin lét hún fyrst falla í ræðu á ráðstefnu gegn mismunun sem fram fór í þýsku borginni Leipzig um síðustu helgi sem strax kallaði á miklar umræður í þarlendum fjölmiðlum.

„Það er ekki svo að persónan Lína langsokkur sé rasisti heldur innihalda allar þrjár bækurnar rasískar staðalímyndir,“ sagði Wollrad í samtali við sænska fréttavefinn Thelocal.se í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert